- Advertisement -

Stefna hjúkrunarheimilum í þrot í haust

Gísli bend­ir á að stjórn­völd, þ.á m. fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og heil­brigðisráðherra, hafi áður sagt að skýrsl­an sé for­senda auk­inn­ar fjár­veit­ing­ar.

„Ef það kem­ur eng­in hækk­un, vegna þess sem kem­ur fram í skýrsl­unni, og þá er ég að tala um hækk­an­ir sem eiga að gilda fyr­ir 2020 og 2021, auk hækk­ana vegna breyt­ing­anna á stytt­ingu vinnu­tíma vakta­vinnu­fólks, þá erum við öll að fara í þrot bara í haust.“

Þetta segir Gísli Páll Páls­son, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu í Mogganum í dag.

Hann segist verða var við ákveðið and­leysi hjá hinu op­in­bera. Hann er full­trúi SFV í starfs­hópi heil­brigðisráðuneyt­is­ins, sem skipaður var í ág­úst síðastliðnum og falið að vinna skýrslu um grein­ingu rekstr­ar hjúkr­un­ar­heim­ila.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í Mogganum segir Gísli skýrsluna hafa verið vera að til­bú­na fyr­ir um mánuði en að at­huga­semd­ir full­trúa heil­brigðisráðuneyt­is­ins um loka­út­gáfu henn­ar tefji birt­ingu henn­ar.

Mogginn segir: „Aðal­fundarálykt­un SFV frá í gær fel­ur enda í sér áskor­un á stjórn­völd um að birta skýrsl­una taf­ar­laust. Sem er ekki skrýtið, þar sem Gísli bend­ir á að stjórn­völd, þ.á m. fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og heil­brigðisráðherra, hafi áður sagt að skýrsl­an sé for­senda auk­inn­ar fjár­veit­ing­ar. Og fjár­veit­inga er sann­ar­lega þörf, eins og Gísli út­skýr­ir: „Ef það kem­ur eng­in hækk­un, vegna þess sem kem­ur fram í skýrsl­unni, og þá er ég að tala um hækk­an­ir sem eiga að gilda fyr­ir 2020 og 2021, auk hækk­ana vegna breyt­ing­anna á stytt­ingu vinnu­tíma vakta­vinnu­fólks, þá erum við öll að fara í þrot bara í haust.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: