„Ef það kemur engin hækkun, vegna þess sem kemur fram í skýrslunni, og þá er ég að tala um hækkanir sem eiga að gilda fyrir 2020 og 2021, auk hækkana vegna breytinganna á styttingu vinnutíma vaktavinnufólks, þá erum við öll að fara í þrot bara í haust.“
Þetta segir Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu í Mogganum í dag.
Hann segist verða var við ákveðið andleysi hjá hinu opinbera. Hann er fulltrúi SFV í starfshópi heilbrigðisráðuneytisins, sem skipaður var í ágúst síðastliðnum og falið að vinna skýrslu um greiningu rekstrar hjúkrunarheimila.
Í Mogganum segir Gísli skýrsluna hafa verið vera að tilbúna fyrir um mánuði en að athugasemdir fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins um lokaútgáfu hennar tefji birtingu hennar.
Mogginn segir: „Aðalfundarályktun SFV frá í gær felur enda í sér áskorun á stjórnvöld um að birta skýrsluna tafarlaust. Sem er ekki skrýtið, þar sem Gísli bendir á að stjórnvöld, þ.á m. fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra, hafi áður sagt að skýrslan sé forsenda aukinnar fjárveitingar. Og fjárveitinga er sannarlega þörf, eins og Gísli útskýrir: „Ef það kemur engin hækkun, vegna þess sem kemur fram í skýrslunni, og þá er ég að tala um hækkanir sem eiga að gilda fyrir 2020 og 2021, auk hækkana vegna breytinganna á styttingu vinnutíma vaktavinnufólks, þá erum við öll að fara í þrot bara í haust.“