Stefán Einar Stefánsson er einn besti blaðamaður landsins þó svo hann sé ekki enn margverðlaunaður fyrir störf sín. Hvað sem því líður þá er ljóst að Stefán Einar undirbýr sig fyrir viðtöl, er frjór, lævís og harður í horn að taka. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur og er ekki að fara í grafgötur með skoðanir sínar – ekki frekar en Gunnar Smári.
Engu að síður þá er umfjöllun Stefáns Einars um sjávarútvegsmál hálfgeld og bitlaus, en það birtist m.a. í viðtali við Heiðrúnu Lind framkvæmdastjóra SFS þar sem hún kvartar sáran yfir því að aukin skattlagning komi í veg fyrir að hægt verði að búa til meiri verðmæti í dag en í gær.
Sú fullyrðing kemur úr óvæntri, en hún er sett fram m.a. á grundvelli útreikninga prófessors á eftirlaunum. Viðkomandi hefur í gegnum tíðina haft rangt fyrir sér um nær alla útreikninga tengda sjávarútveginum m.a. með boðun og útreikningum um að með því að draga úr veiðum að þá muni veiðast mun meira seinna. Kenningar kennimanns SFS ganga þvert á viðtekna vistfræði og hafa aldrei gengið upp og munu því aldrei ganga eftir og með því að SFS haldi þessari bábilju á lofti er SFS að kom í veg fyrir hagsæld.
Það sem Stefán Einar gæti lært af Grétari Mar umsjónarmanns Sjávarútvegsspjallsins í efnistökum er að nálgast umræðuna um nýtingu hafsins út frá víðara sjónarhorni en einangruðum hóli SFS.
Í síðasta þætti Grétars Mar var t.d. áhugaverð umræða um nýtingu á þara og sölum en það eru greinilega mikil tækifæri þar á ferðinni.
Grétar Mar hefur fjallað með gagnrýnum hætti um algert árangursleysi núverandi fiskveiðistjórnar en það er ljóst að hún hefur leitt til minna afla í öllum tegundum sem hafa verið kvótasettar.
Grétar Mar hefur fjallað um þann gríðarlega samkeppnishindranir og mismunun sem sjálfstæðar fiskvinnslur eiga í gagnvart vinnslum stórútgerðarinnar, þar sem þær komast ekki í hráefnið á jafnræðisgrunni.
Hvað varðar uppsjávarveiðarnar þá væri nær að fjalla um mun stærri mál en einhverjar krónur í veiðigjöld til eða frá m.a. veiðiráðgjöf í loðnu sem skilar engu og ekki síður hver ástæðan sé fyrir því að mun meira fæst greitt fyrir uppsjávarafla sem landað er í Færeyjum en á Íslandi.