Stjórnmál

Stálu Þorgerður og Þorsteinn Viðreisn?

By Ritstjórn

May 25, 2021

„Mikið þætti mér vænt um að fá Benedikt í lið með mér og okkur í Frjálslynda lýðræðisflokknum. Það yrði mér heiður mikill,“ skrifar Glúmur Baldvinsson í Frjálslynda lýðræðisflokknum.

Skrif Glúms byrja svona: „Það er ekki bara Samfylking ofbeldisfemínista sem hafnar lýðræði við val á frambjóðendum. Ó nei. Nú kemur á daginn að Viðreisn stundar sömu vinnubrögð. Stofnandi flokksins er niðurlægður af Þorsteini Pálssyni og hans pólitískri spúsu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem bjóða sínum besta manni núll sætið. En ekkert kúlulán. Hugsið ykkur að ef svona flokkar stunda ekkert lýðræðið í eigin húsakynnum hvaða lýðræði munu þessir flokkar virða og rækta komist þeir til valda?“

Og svo kemur þetta: „Benedikt Jóhannesson er mætur maður. Það þekki ég af eigin reynslu enda reyndi hann án áþreifanlegs árangurs að kenna mér stærðfræði í Verzló forðum. Ég náði þó prófum. Og hann er skarpur og skýr greinandi og stærfræðiséní og fáir menn hafa skrifað öflugri greinar um óréttlæti kvótakerfisins. Og Viðreisn hefur ekki áhuga á slíkum mannkostum. Þetta sýnir mér innræti Þorgerðar og Þorsteins sem stálu flokknum hans. Án þess að bjóða honum kúlulán. Sjaldan njóta þeir eldanna sem fyrstir kveiktu þá. Mikið þætti mér vænt um að fá Benedikt í lið með mér og okkur í Frjálslynda lýðræðisflokknum. Það yrði mér heiður mikill.“