„Það var fullt af fólki , gömlum og grónum framsóknarmönnum sem áttu sögu í flokknum áratugi aftur fengu ekki að kjósa því viðkomandi fannst ekki á kjörskrá þótt vitað væri að viðkomandi væri flokksbundinn framsóknarmaður en stjórnendur flokkseigendafélagsinns töldu að viðkomandi væri stuðningsmaður Sigmundar og því taldi „klíkan“ það hættulegt flokknum að viðkomandi hefði kosningarétt til stjórnar Flokksins,“ skrifar Kristinn Jónsson Framsóknarmaður.
„Stuttu fyrir fundinn var haldin félagafundur og þar gafst félagsmönnum kostur á því að tilkynna þátttöku sína og greiða þátttökugjald. Margir sem þarna voru og höfðu sannanir fyrir því að þeir hefðu skrá sig á þingið fundust ekki á skrá. Einn vina minna sem mætti við ritaraborðið stór maður og dimmraddaður talaði gjarnan nokkuð hátt, hann byrjaði á því að óska kjörnstjórninni til hamingju með þessa gæsilegu hátíð og sagðist vera mættur til að kjósa í stjórnina. Kjósa svaraði kjörstjórnin, þú ert ekki á kjörskrá var svarið. Þá hækkaði þessi aldni höfðingi róminn sem hafði verið verið tengur flokknum í meir en hálfa öld , snéri sér að fulltrúum flokkseigend og spurði, hvert er símanúmer lögreglunnar? Án þess að hafa um það mörg orð fékk hann atkvæðaseðil snarlega. Ef eitthvert ykkar telur að ég sitji hér við tölvuna og sé að ljúga að ykkur, þá er það mikill miskilingur,“ skrifar Kristinn.