- Advertisement -

Staðnaðir leigubílar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

„Leigubílaþjónusta hér á landi felur í sér einokun, stöðnun og skort á nýsköpun sem kemur helst niður á neytendum en líka á bílstjórunum sjálfum.“ Skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Mogga dagsins.

Ljóst er að Áslaug Arna er meðmælt meira frelsi í reglugerð um leigubíla.

Í greininni segir einnig: „Það er ekki hlutverk ríkisins að gæta að einkaleyfum í verslun og þjónustu heldur að búa þannig um að leikreglur veiti öllum færi á að taka þátt – almenningi til hagsbóta.“

Greinina endar Áslaug Arna svona:

„Stundum er hlutunum stillt upp þannig að þeir sem tala fyrir auknu frelsi þurfi að færa fram bestu rökin fyrir því af hverju það ætti að auka frelsi. Þessu þarf að snúa við. Þeir sem tala fyrir því að viðhalda forneskjulegum kerfum með takmörkunum og hindrunum þurfa að færa fyrir því sannfærandi rök af hverju svo ætti að vera áfram. Um leigubílaakstur þurfa að gilda sömu lögmál og reglur og gilda um aðra verslun og þjónustu. Fyrsta skrefið er að afnema þær hömlur sem ríkið hefur sett á greinina.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: