- Advertisement -

Staða lífeyrissjóða hefur batnað

Vinnumarkaður Ávöxtun lífeyrissjóðanna var góð á liðnu ári og staða lífeyrissjóða launafólks í félögum innan vébanda ASÍ hefur batnað á nýjan leik eftir áföll í kjölfar efnahagshrunsins. Halli á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna sem njóta bakábyrgðar ríkis og sveitarfélaga eykst hins vegar enn og nema skuldbindingar umfram eignir nú um 591 milljarði króna eða 38% af heildar skuldbindingum þessara sjóða. Þetta er meðal þess sem fram kemur i yfirliti Fjármálaeftirlitsins á stöðu lífeyrissjóðanna fyrir árið 2013.

Raunávöxtun í samtryggingardeildum lífeyrissjóðanna var að meðaltali 5,6% á árinu 2013 og allflestir sjóðir með ávöxtun umfram 3,5% ávöxtunarviðmiðið.

Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða launafólks innan ASÍ hefur batnað umtalsvert á síðustu árum, halli þeirra nemur nú um 62 milljörðum (2,6%) en var um 200 milljarðar króna á árinu 2009 (10%) og hefur því batnað 138 milljarða.

Aðra sögu er að segja af sjóðum opinberra starfsmanna en halli þeirra hefur farið stöðugt vaxandi og nemur nú um 591 milljarði króna (38%) en nam  á árinu 2009 um 496 milljörðum og hefur því aukist um 95 milljarða á síðustu fjórum árum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Af þeim 591 milljarði sem er útistandandi í sjóðum opinberra starfsmanna fellur stærstu hluti á ríkissjóð, um 517 milljarðar, vegna bakábyrgðar í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga (LH) en um 74 milljarðar falla á sveitarfélögin. B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins tæmist að óbreyttu á næstu 15 árum og mun útgjöld ríkissjóðs vegna bakábyrgðar að óbreyttu nema tugum milljarða árlega vegna þessa.

Skuldbindingar umfram eignir í lífeyrissjóðum stafsmanna ríkis og sveitarfélag, milljarðar króna.

A-deild LSR 63
B-deild LSR 405
LH 49
Ríkissjóður samtals 517

 

A-deild LSS 20
Eldri deildir sveitafélaga 54
Sveitasjóðir samtals 74

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: