Stjórnmál

Spyrjið sjúklingana, spyrjið starfsfólkið

By Ritstjórn

January 13, 2020

Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu skrifaði:

„Stærsta kosningamál síðustu alþingiskosninga voru heilbrigðismálin. Allir kjósendur allra flokka vildu setja þau í fyrsta sætið. Síðan þá höfum við í Samfylkingunni ítrekað lagt fram beinharðar tillögur við fjárlagagerðina um aukna fjármuni í heilbrigðiskerfið en jafnharðan hafa þingmenn V-D-B fellt þær kinnroðalaust. Og í raun hafa stjórnarþingmenn ítrekað sagt á móti að þeir séu að standa sig svo afskaplega vel í heilbrigðismálum eins og heilbrigðisráðherra segir einnig í fréttum dagsins. Skoðum fimm punkta.

Gott og vel ef Vinstri grænir, Sjálfstæðismenn og Framsóknarfólk neiti að taka mark á Samfylkingunni en hvernig væri að hlusta á starfsfólkið, sjúklingana og aðstandendur?“