- Advertisement -

Spurt er um framúrkeyrsluverkefni

Vigdís Hauksdóttir:

Ég er að reyna átta mig á hvort einhver annar rauður þráður sé á milli framúrkeyrsluverkefna borgarinnar annar en fjáraustur.

Því lagði ég fram þessar fyrirspurnir á fundi skipulags-og samgönguráðs sl. miðvikudag:

  • 1. Hvaða vertakar unnu við Braggann, Nauthólsvegi 100 og hvað fengu þeir greitt tæmandi talið og hvað fór verkið framúr frumkostnaðaráætlun?
  • 2. Hvaða verktakar unnu við Hálfvitann, vitann á Sæbraut og hvað fengu þeir greitt tæmandi talið og hvað fór verkið framúr frumkostnaðaráætlun?
  • 3. Hvaða verktakar unnu við endurbætur á Gröndalshúsi og hvað fengu þeir greitt tæmandi talið og hvað fór verkið framúr frumkostnaðaráætlun?
  • 4. Hvaða verktakar unnu við endurbætur á Hlemmi – síðar mathöll og hvað fengu þeir greitt tæmandi talið og hvað fór verkið framúr frumkostnaðaráætlun?
  • 5. Hvaða verktakar unnu við endurbætur á Grandanum – síðar mathöll og hvað fengu þeir greitt tæmandi talið og hvað fór verkið framúr frumkostnaðaráætlun?
  • 6. Hvaða verktakar unnu við endurbætur á Fossvogsskóla og hvað fengu þeir greitt tæmandi talið og hvað fór verkið framúr frumkostnaðaráætlun?
  • 7. Hvaða verktakar eru að gera við fyrrum húsnæði Adam og Evu, sem áætlað er að breyta í leikskóla og hvað hafa þeir fengið greitt tæmandi talið og hvað er verkið komið framúr frumkostnaðaráætlun?
  • 8. Hvaða verktakar eru að gera við Safamýri 5 sem áætlað er að breyta í leikskóla og hvað hafa þeir fengið greitt tæmandi talið og hvað er verkið komið framúr frumkostnaðaráætlun?

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: