- Advertisement -

Spunakarlar og þriðji orkupakkinn

Ef til vill hefði það ekki átt að koma á óvart hversu grimmd­in og virðing­ar­leysið fyr­ir skoðunum annarra er mikið þegar kem­ur að þriðja orkupakk­an­um.

Óli Björn Kárason gerir umræðuna um orkupakkann að umfjöllunarefni í vikulegri grein sinni í Mogganum.

„Ef til vill hefði það ekki átt að koma á óvart hversu grimmd­in og virðing­ar­leysið fyr­ir skoðunum annarra er mikið þegar kem­ur að þriðja orkupakk­an­um. En það er merki­legt hve sum­ir, jafn­vel sæmi­lega máls­met­andi menn, eru gjarn­ir á að forðast mál­efni, brjóta þau til mergjar og tak­ast á með rök­ræðum við þá sem eru annarr­ar skoðunar. Þeim fell­ur bet­ur að nota klisj­ur og inn­an­tóma frasa,“ þetta er meðal þess sem þingmaðurinn skrifar.

„Eitt skýr­asta merki rökþrots er þegar gripið er til hálfsannleiks og ósann­inda. Spuna­karl­ar hafa lengi trúað því að ef nægi­lega lengi sé hamrað á ein­hverju muni al­menn­ing­ur, hægt og bít­andi, líta á staðleysu sem staðföst sann­indi.“


„Þið þing­menn sem ætlið að styðja þetta O3 mál, verðið tald­ir landráðamenn,“ skrif­ar and­stæðing­ur orkupakk­ans á fésbókarsíðu sam­herja sinna. „Hrein landráð að samþykkja þenn­an pakka,“ seg­ir ann­ar. Sá þriðji held­ur því fram að í öðrum lönd­um sé eft­ir­far­andi setn­ing notuð yfir slíka ein­stak­linga: „Enemies of the state.“

Síðar segir þetta í greininni:

„Þið þing­menn sem ætlið að styðja þetta O3 mál, verðið tald­ir landráðamenn,“ skrif­ar and­stæðing­ur orkupakk­ans á fésbókarsíðu sam­herja sinna. „Hrein landráð að samþykkja þenn­an pakka,“ seg­ir ann­ar. Sá þriðji held­ur því fram að í öðrum lönd­um sé eft­ir­far­andi setn­ing notuð yfir slíka ein­stak­linga: „Enemies of the state.“

Ráðherra er sagður vit­leys­ing­ur og hugsi aðeins um „eig­in vasa og póli­tíska fé­laga“. Fals­frétt­um er komið í loftið um gríðarlega fjár­hags­lega hags­muni af því að inn­leiða orku­til­skip­un­ina. „Bófi eins og all­ir hinir póli­tík­us­arn­ir,“ er dóm­ur sem er felld­ur og því haldið fram að viðkom­andi sé „lyg­ari“.

Nafn­greind­ir ráðherr­ar eru „aðal-gangsterar“ en þing­menn eru „heiladauðir“. Einn er á því að á Alþingi sitji „glæpa­menn“.“

Keppni um gífuryrði og svívirðingar

„Orðræðan er orðin að keppni um mestu gíf­ur­yrðin, dylgj­urn­ar og sví­v­irðing­arn­ar. Hæfi­leik­inn til að laða fólk við fylg­is við málstað er auka­atriði. Eng­in leið er að eiga orðastað, skipt­ast á skoðunum og rök­ræða við fólk sem dreg­ur aðra niður í svað með brigsl­um um landráð, svik­semi, blekk­ing­ar og glæpa­mennsku.

Við Íslend­ing­ar höf­um ákveðið að nýta full­veldi okk­ar til að eiga sam­vinnu við aðrar þjóðir – sam­vinnu sem er okk­ur lífs­nauðsyn­leg og er und­ir­staða góðra lífs­kjara. Alþjóðleg sam­vinna er ekki ein­stefna, þar sem við fáum allt fyr­ir ekk­ert. Það er hins veg­ar nauðsyn­legt að við séum gagn­rýn­in, gæt­um að hags­mun­um lands og þjóðar. Ekk­ert er yfir gagn­rýni hafið og allra síst EES-samn­ing­ur­inn með öll­um sín­um kost­um en einnig göll­um. En okk­ur verður ekk­ert ágengt og vinn­um eng­um gagn með meinyrðum, dylgj­um og falsi. Þá fest­umst við í vef öfganna og kom­umst ekk­ert áfram,“ skrifar Óli Björn.

Eðlilegt að hafa áhyggjur

„Eðli­legt er að marg­ir hafi áhyggj­ur þegar kem­ur að skipu­lagi raf­orku­mála. Þess vegna er nauðsyn­legt að spyrja gagn­rýnna spurn­inga áður en tek­in er ákvörðun um hvort inn­leiða eigi þriðju orku­til­skip­un­ina:

  • • Erum við Íslend­ing­ar með ein­hverj­um hætti að af­sala okk­ur eign­ar­yf­ir­ráðum og nýt­ing­ar­yf­ir­ráðum yfir orku­auðlind­un­um?
  • • Eru lík­ur á því að við inn­leiðingu þriðju orku­til­skip­un­ar­inn­ar skerðist sam­keppn­is­hæfni ís­lensks at­vinnu­lífs eða lífs­kjör al­menn­ings svo sem með hækk­un raf­orku­verðs?
  • • Erum við Íslend­ing­ar, beint eða óbeint, að skuld­binda okk­ur til að samþykkja lagn­ingu sæ­strengs?

 Svör við þess­um spurn­ing­um hafa vegið þyngst í mín­um huga. Við öll­um þess­um spurn­ing­um var svarið nei.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: