Sprengisandur Á sunnudag verður Sprengisandur að venju á dagskrá Bylgjunnar. Þetta verður 300 þátturinn, en nánast er hægt að segja að þátturinn hafi verið á dagskrá alla sunnudaga frá því hann hóf göngu sína seint í september 2008. Því er þátturinn nánast jafngamall hruninu.
Form þáttarins hefur lítið breyst á þessum tíma. Sigurjón Magnús Egilsson er stjórnandi þáttarins og ívar Halldórsson hefur haldið um tæknimálin frá uppafi þáttarins.
Ekki er endanlega ljóst hverjir verða gestir næsta þáttar, en vitað er að Egill Helgason og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fjalla um fréttir vikunnar og Vigdís Hauksdóttir mætir og verður í löngu viðtali. Annað er að skýrast.