„Ríkisstjórnin heldur út árið og sennilega gott betur þrátt fyrir að hún hökti með reglulegu millibili. Það verða ekki síst nýir þingmenn í stjórnarflokkunum sem verða sinni eigin stjórn erfiðir,“ segir völva Fréttablaðsins.
Völva Útvarps Sögu segir annað. Hún spáir að ríkisstjórnin springi fyrir vorið. Völvan sér hneykslismálum sem hrekur Framsóknarflokkinn frá völdum. Samt verður ekki kosið á ný. Í stað Framsóknar segir völvan Pírata og Flokk fólksins koma í ríkisstjórn Katrínar, sem verður þá hennar þriðja ríkisstjórn.
Völvan sá ekki hvaða skandall bítur Framsókn svo illa, innan fárra vikna.