Neytendur Ný íbúðalán eru nánast tvöfalt meiri á fyrstu níu mánuðum þessa árs, í samanburði við árið í fyrra.
„Upphæð nýrra útlána nam tæpum 55 ma. kr. á fyrstu níu mánuðum ársins borið saman við 29,2 ma. kr. á sama tímabili í fyrra. Ný íbúðalán námu alls 44 ma. kr. allt árið í fyrra og eru nýju útlánin á fyrstu þremur fjórðungum ársins þegar orðin fjórðungi meiri en allt árið í fyrra,“ segir greiningardeild Landsbankans.
„Það sem er einna athyglisverðast við þróunin á þessu ári er hve mikil aukningin var á þriðja ársfjórðungi en um 75% af nýjum útlánum á þessu ári kom til þeim fjórðungi. Að vísu var þriðji fjórðungur í fyrra einnig stærri en fyrstu tveir en þó aðeins að stærðargráðunni 44% af heildarlánum fyrstu þriggja ársfjórðunganna.
Ef lánaformin eru brotin frekar niður sést að 58% lána á þessu ári voru fastvaxtalán og 42% lán með breytilegum vöxtum. Í fyrra voru fastvaxtalánin í minnihluta með 38% og lán með breytilegum vöxtum 62%. Þessa færslu yfir í fastvaxtalán má að einhverju leyti túlka sem leið heimilanna til að verja sig fyrir aukinni óvissu í efnahagslífinu. Fólk veit þannig betur að hverju það gengur varðandi framtíðargreiðslubyrði.“