- Advertisement -

Spjótin beinast að forystu flokksins

„Á hinn bóg­inn get­ur fylgið við ein­staka stjórn­mála­flokka minnkað veru­lega ef for­ystu­menn þeirra tengj­ast með óeðli­leg­um hætti hags­mun­um ein­stakra fyr­ir­tækja eða hags­muna­hópa.“

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.

„Á hinn bóg­inn get­ur fylgið við ein­staka stjórn­mála­flokka minnkað veru­lega ef for­ystu­menn þeirra tengj­ast með óeðli­leg­um hætti hags­mun­um ein­stakra fyr­ir­tækja eða hags­muna­hópa.“

„Í ný­legri skoðana­könn­un Maskínu mæl­ist Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með tæp 15% fylgi. Þetta er mik­il breyt­ing frá því flokk­ur­inn var að mæl­ast með 30-35% og jafn­vel meira fylgi í könn­un­um fyr­ir ekki svo löngu. Ekki er auðvelt að finna ein­hverja eina skýr­ingu á þessu litla fylgi flokks­ins. Þær eru nokkr­ar. Innra starf flokks­ins hef­ur verið fjöl­breytt og öfl­ugt und­an­farið þannig að á þeim vett­vangi er ekki að finna skýr­ing­una. Þá bein­ast spjót­in að for­ystu flokks­ins, jafnt á Alþingi og í borg­ar­stjórn,“ segir í nýrri Moggagrein eftir borgarstjórann fyrrverandi, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson.

„Stuðning­ur við stjórn­mála­flokk snýst um mál­efni og traust, jafnt á Alþingi og í sveit­ar­stjórn­um. Þar skipt­ir miklu máli traust til þeirra sem eru í for­ystu­sveit­inni og ekki síður mál­flutn­ing­ur þeirra á op­in­ber­um vett­vangi og sam­skipti við hinn al­menna flokks­mann. Á hinn bóg­inn get­ur fylgið við ein­staka stjórn­mála­flokka minnkað veru­lega ef for­ystu­menn þeirra tengj­ast með óeðli­leg­um hætti hags­mun­um ein­stakra fyr­ir­tækja eða hags­muna­hópa,“ skrifaði gamli góði Villi.

Und­ir for­ystu Davíðs Odds­son­ar…

Best er að klára greinina:

„Mín ráð til Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem ég hef til­heyrt og starfað fyr­ir með ýms­um hætti í ára­tugi, er að flokk­ur­inn fari í ít­ar­lega skoðun á starfs­hátt­um sín­um. Flokks­menn eiga það skilið.

Það er hægt að snúa vörn í sókn. Það á ekki síst við um stjórn­málastarf. Það gerði Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í Reykja­vík í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um árið 1982, en frá 1978-1982 var borg­inni stjórnað af af­leit­um vinstri meiri­hluta. Und­ir for­ystu Davíðs Odds­son­ar, sem gegndi starfi borg­ar­stjóra frá 1982-1991, vann Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn af­ger­andi meiri­hluta í borg­ar­stjórn. Í fram­hald­inu hafði hann for­ystu um að fækka borg­ar­full­trú­um úr 21 í 15, en vinstri­flokk­arn­ir sem voru í meiri­hluta í borg­ar­stjórn frá 1978-1982 höfðu fjölgað þeim. Stjórn­sýsla borg­ar­inn­ar hef­ur síður en svo verið til fyr­ir­mynd­ar und­an­far­in ár, en auðvitað myndu borg­ar­bú­ar fagna því ef nú­ver­andi borg­ar­stjóra tæk­ist að stýra borg­ar­sjóði með ráðdeild, sem frá­far­andi borg­ar­stjóra, Degi B. Eggerts­syni, tókst aldrei.“

Vilhjálmur tilheyrir þeirri kynslóð sem mat Davíðs mestan allra.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: