- Advertisement -

Spillingin og náttúruauðlindir

Alþingi „Sagt er að spilling sé mest í löndum sem eru rík af auðlindum. Við erum rík af auðlindum og verðum að berjast fyrir því að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá sem fyrst til að verja rétt okkar og til að verja okkur fyrir stjórnmálamönnum sem vilja gefa frá okkur verðmætin til þeirra sem þeim eru þóknanlegir, verðmæti sem við ættum að nýta til að byggja upp velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið og menntakerfið og til að vinna að sátt og jöfnuði í samfélaginu,“ sagði Oddný G. Harðardóttir á Alþingi í gær.

„Það voru flokkarnir sem nú sitja við stjórnartaumana sem börðust gegn því að slík breyting á stjórnarskránni næði fram að ganga á síðasta kjörtímabili og það gerðu þeir ekki að ástæðulausu. Það sjáum við svo greinilega núna þegar skortur á slíku ákvæði gerir þeim kleift að færa nokkrum útgerðum auðlindina á silfurfati. Þess vegna er staðan þannig núna að fólkið í landinu hefur engin önnur ráð til að hindra þennan gjörning, sem líkt hefur verið við spillingu, en þau að safna undirskriftum og fara þess á leit við forsetann að hann staðfesti ekki lögin. Það er undir honum einum komið hvort hann tekur tillit til þeirrar beiðni eða ekki og það sér hver maður að þetta er óásættanlegt og óviðunandi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: