Merkileg og vönduð úttekt er í Kvennablaðinu um Klausturdrykkjuna. Hún hefst svona:
Upptökurnar frá þriðjudeginum 20. nóvember á Klaustri eru í sjö skrám. Sú stysta er 28 sekúndur, sú lengsta 1 klukkustund og 39 mínútur. Alls nema upptökurnar hátt í fjórum klukkustundum. Þingmennirnir sex sem þar komu saman tala ýmist um samkomuna sem fund eða einkasamtal. Á Facebook hefur Gunnar Bragi Sveinsson lýst því svo að þar hafi nokkrir vinir farið saman út að skemmta sér. Ein og sér er sú lýsing röng: þetta var fundur og ásetningur að baki honum, þó að fundarmenn hafi valið honum einkennilegan stað, einkum í ljósi þeirra trúnaðarupplýsinga sem þeim fór á milli.