Spillingin á Alþingi vex
Guðmundur Gunnarsson skrifar: Spillingin á Alþingi vex. Það er langsótt og fjarstæðukennt að halda því fram að Alþingi geti með þingsályktun einni saman ákveðið að fella störf lýðræðislega kjörinna alþingismanna undir gildissvið stjórnsýslulaga.
Þingmenn forsætisnefndar hafa skapað vafasamt fordæmi með því að nota hæfisreglur stjórnsýslulaga sem skálkaskjól. Þeir misbeita reglum sem voru svo sannarlega ekki settar til að hjálpa stjórnmálamönnum að hlaupast undan ábyrgð í erfiðum málum.