- Advertisement -

Spilling: Þingflokkar fá 17 aðstoðarmenn

Ekkert er til sparað þegar flokkarnir þurfa að láta alþingi borga fyrir sig.

Spilling: Þingflokkar fá 17 aðstoðarmenn

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Alþingi samþykkti fyrir áramót lög um að ráða skyldi allt að 17 nýja aðstoðarmenn fyrir þingflokkana , til viðbótar þeim sem fyrir eru. Fjölgunin kemur til framkvæmda í áföngum.

Í ár fær hver þingflokkur einn aðstoðarmann. Í fjárlögum fyrir þetta ár er gert ráð fyrir 120 millj. Kr. vegna fjölgunar aðstoðarmanna en að kostnaðurinn verði 255 millj. kr. á ári eftir að allir aðstoðarmenn hafa tekið til starfa. Alþingi greiðir allan þennan kostnað,þ.e. skattgreiðendur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auk þess mun alþingi greiða kostnað við ritara þingflokka og kostnað við aðstoðarmenn þeirra flokksformanna, sem ekki eru ráðherrar. Þar er um 150 millj. kr. að ræða. Alls nemur kostnaður alþingis vegna starfsmanna þingflokka 405 millj. kr. á ári.

Samkvæmt þessu er ljóst, að ekkert er sparað þegar flokkarnir þurfa að láta alþingi borga fyrir sig. Það eru nógir peningar til fyrir þessi útgjöld. Samtrygging flokkanna sér um að afgreiða þessi mál fyrir flokkana fyrirhafnarlaust. Geta ekki flokkarnir látið samtrygginguna ná til þess að ná samstöðu um að afgreiða aðkallandi velferðarmál?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: