Stjórnmál „Spilling, lögbrot, valdníðsla, vaxandi fátækt, versnandi skuldastaða heimila og fyrirtækja í hárri verðbólgu og okurvaxtaumhverfi, rýrnandi kaupmáttur og aðför að öryrkjum, fötluðum og öldruðum. Innviðir samfélagsins standa á brauðfótum og hnignar dag frá degi. Það er sama hvert litið er nema ef vera skyldi hin styrka stoð fjármálaelítunnar sem fær að blómstra sem aldrei fyrr. Þetta er ríkisstjórn Íslands í hnotskurn sem einbeitir sér helst að því að koma verðmætum eigum þjóðarinnar til vina og vandamanna en níðist á þeim sem þarfnast hennar mest. Þess vegna lagði ég fram vantraust á þessa ríkisstjórn. Ég einfaldlega treysti henni ekki,“ segir í lok nýrrar Moggagreinar eftir Ingu Sæland, þar sem hún réttlæti vantrauststillögu hennar sem kolféll í Alþingi.