Stjórnmál

„Spill­ing, lög­brot, valdníðsla, vax­andi fá­tækt og versn­andi skuld­astaða heim­ila“

By Miðjan

April 20, 2024

Stjórnmál „Spill­ing, lög­brot, valdníðsla, vax­andi fá­tækt, versn­andi skuld­astaða heim­ila og fyr­ir­tækja í hárri verðbólgu og ok­ur­vaxtaum­hverfi, rýrn­andi kaup­mátt­ur og aðför að ör­yrkj­um, fötluðum og öldruðum. Innviðir sam­fé­lags­ins standa á brauðfót­um og hnign­ar dag frá degi. Það er sama hvert litið er nema ef vera skyldi hin styrka stoð fjár­málaelít­unn­ar sem fær að blómstra sem aldrei fyrr. Þetta er rík­is­stjórn Íslands í hnot­skurn sem ein­beit­ir sér helst að því að koma verðmæt­um eig­um þjóðar­inn­ar til vina og vanda­manna en níðist á þeim sem þarfn­ast henn­ar mest. Þess vegna lagði ég fram van­traust á þessa rík­is­stjórn. Ég ein­fald­lega treysti henni ekki,“ segir í lok nýrrar Moggagreinar eftir Ingu Sæland, þar sem hún réttlæti vantrauststillögu hennar sem kolféll í Alþingi.