„Þá er óheimilt að veita útvarpsleyfi félagi, fyrirtæki eða lögpersónu, sem hefur með höndum útgáfu dagblaðs eða á eignarhluti í fyrirtækjum í dagblaðaútgáfu, beint eða í gegnum önnur félög, fyrirtæki eða lögpersónur.“

Fréttir

Spennandi stjórnmálavika í Sprengisandi

By Miðjan

February 13, 2016

SPRENGISANDUR Pólitíkst uppgjör spennandi viku verður í Sprengisandi á Bylgjunni í fyrramálið.

Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri, verður í fyrsta viðtali dagsins. Síðan er það Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og að lokum Bryndís Haraldsdóttir, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar og Eiríkur Bergmann Einarssonar, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann í Bifröst.

Það er af nógu að taka; kalda stríðið, Borgunarmálið, ræða forsætisráðherra, skrif Árna Páls og viðbrögð við þeim, ásamt ýmsu öðru.