- Advertisement -

Spennandi að sjá verðið í Costco

- Margrét Sanders, er formaður Samtaka verslunar og þjónustu, segir aukna samkeppni með komu Costco og H&M spennandi verkefni.

 

Margrét Sanders, til hægri á myndinni, í umræðu á Hringbraut. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, situr hinum megin borðsins.

„Ég vona að fataverslun á Íslandi örvist enn frekar og að það dragi úr því að fólk fari í helgarferðir til útlanda með tómar ferðatöskur og fylli þær úti af fötum,“ segir Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, í viðtali í Umræðu Landsbankans.

Sjá nánar hér.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þar segir að alþjóðlegar verslanakeðjur hafa að mestu haldið sig utan Íslands en þar er að verða breyting á með opnun verslana Costco og H&M. Margrét segir samkeppni og fjölbreytni í verslun af hinu góða. Hún bendir á að H&M hafi nú þegar talsverða markaðshlutdeild á Íslandi og opnun verslana fyrirtækisins hér sé til marks um að ytra umhverfi sé gott.

„Ég vona að fataverslun á Íslandi örvist enn frekar og að það dragi úr því að fólk fari í helgarferðir til útlanda með tómar ferðatöskur og fylli þær úti af fötum. Hvað Costco varðar, þá sé ég að innkaup frá útlöndum gætu orðið hagstæðari þegar erlendir birgjar sjá þessa auknu samkeppni. Það er gott fyrir neytendur. Auðvitað verður spennandi að sjá á hvaða verði Costco mun bjóða sína vöru, ekki síst matvöru, þar sem fyrirtækið þarf auðvitað að lúta íslenskum lögum um innflutning og tolla. Aukin samkeppni er bara verkefni sem innfelur tækifæri. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að samkeppni snýst ekki bara um verð, heldur líka gæði og þjónustu.“

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: