„Nú eru spanjólarnir búnir að gefa frat í íslensku krónuna. Og þar með núverandi fjármálaráðherra íslensku þjóðarinnar sem segir krónuna “blessun” og að hún sé undirstaða góðra lífskjara hér á norðurhjara. Lítið vita þeir á Íberíuskaganum um þá blessun því nú hafa þeir spænsku þvertekið fyrir það að íslendingar fái lán í spænskum bönkum hafi þeir sínar tekjur í íslenskum krónum,“ skrifar Magnús R. Einarsson.