Lilja bendir á viðtal sem skýrir úrslitin á Spáni.
Lilja Mósesdóttir skrifaði eftirfarandi og birti á Facebook:
Hér er mjög gott viðtal á ensku við prófessor Victor Lapuente fyrir þá sem eru að velta fyrir sér hvernig standi á því að fylgið við hægriöfgaflokkinn Vox hefur vaxið gífurlega hratt á örskömmum tíma. Í fjármálakreppunni á Íslandi og Spáni jókst fylgið við flokka á vinstri væng stjórnmálanna á sama tíma og flokkar yst á hægri vængnum juku fylgi sitt í mörgum öðrum Evrópulöndum. Nú er Spánn kominn í þennan hóp og samkvæmt Victor liggja tvær ástæður þar að baki.
Í fyrsta lagi er hagvöxtur nú mikill á Spáni sem ekki hefur skilað sér til allra. Ójöfnuður hefur aukist hratt og mikil óánægja meðal þeirra sem ekki hafa notið hagvaxtarins hefur fundið sér jarðveg í Vox – og í mun minna mæli í vinstriflokknum Podemos sem er áhugavert fyrir vinstrimenn á Íslandi.
Í öðru lagi hefur sjálfstæðisbaráttan í Katalóníu vakið hörð viðbrögð hjá mörgum kjósendum sem vilja að hart verði tekið á katalónskri þjóðernishyggju.
https://tv.nrk.no/serie/urix/201904/NNFA53042419/avspiller