- Advertisement -

Spáir sameiningu Framsóknar og Miðflokks

Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn.

Guðni Ágústsson, sem eitt sinn var formaður Framsóknarflokksins, er í viðtali í Fréttablaðinu. Hann spáir sameiningu Framsóknarflokks og Miðflokks, en ekki án fórna.

Varðandi stöðuna í flokknum segir Guðni klofning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr flokknum og átök hans og Sigurðar Inga hafa haft sín áhrif. Flokkurinn sé hins vegar að þétta raðirnar með andstöðu við frumvarpið. „Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn, segir í ljóði. Þá dó barn. Stundum þarf það til svo menn þjappist saman og sjái sína hagsmuni.“

„Barnið“ er þá væntanlega Sigurður Ingi. En hvað rekur flokkana til sameiningar, fari svo? Jú, innflutningur á ófrosnu kjöti.

„Við Framsóknarmenn teljum að nauðsynlegt sé að bregðast við af talsverðri hörku í málinu en það getur verið að við þurfum einfaldlega að horfa á þetta sem tvö mál,“ sagði Sigurður Ingi. Annars vegar sé að bregðast við dómunum og hins vegar að verja sérstöðu Íslands þegar kemur að heilsu búfjár og sjúkdómastöðu. „Evrópusambandið hefur ekki léð máls á að skilja þann hluta málsins og ég tel að við eigum að taka það upp og gera samhliða.“

„Guðni segir frumvarpið uppgjöf og það þurfi að fara lengra með málið. „Forsendurnar eru breyttar frá því ég var ráðherra og barðist gegn þessu. Þá var verið að tala um gin- og klaufaveiki, í dag erum við að tala um eitruð matvæli. Kjöt sem er svikin vara og veldur skaða,“ segir Guðni. „Þetta á ekki að vera neitt álitamál. Mér finnst að ríkisstjórnin ætti að taka málið upp á vettvangi EES. Þar eru greinilega fyrirvarar sem snúa að dýraheilsu og dýravernd.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: