Efnahagsmál Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir að verðbólga verði 1,9 prósent sem er 0,1 prósenti lægri verðbólga en í mánuðinum á undan.
Það er samt ótímabært að fagna.
„Mesta hækkun seinustu tólf mánuði hefur verið í þremur liðum: reiknaðri húsaleigu, hótel og veitingaþjónustu, og húsnæði án reiknaðrar húsaleigu. Þeir þrír liðir sem hafa lækkað mest eru bensín, flugfargjöld til útlanda, og ökutæki. Sem fyrr gerum við ráð fyrir að verðbólgan haldist hófleg fram á mitt næsta ár, meðal annars vegna mikill grunnáhrifa í febrúar og mars. Önnur lota samningsbundinna launahækkana kemur til framkvæmda á öðrum ársfjórðungi ef kjarasamningum verður ekki sagt upp., Nafnlaunahækkanir umfram framleiðnivöxt skila sér að jafnaði að lokum inn í verðlag. Auk þess er töluverður kraftur í innlendri eftirspurn núna. Það mældist 6,2% aukning í þjóðarútgjöldum milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins. Áhrifa launahækkana ætti að fara gæta með haustinu og búast má við að verðbólgan aukist nokkuð þá.“
Sjá nánar hér.