Tómas Þ. Guðbjartsson skrifar:
Hér er frábært viðtal við Gylfa Magnússon hagfræðing og fyrrverandi ráðherra. Gylfi er skarpur maður og talar umbúðalaust um Bitcoin-ruglið sem virðist vera í ofurvexti á Íslandi. Eitthvað sem er fáránlegt, enda sóun á orku og náttúruauðlindum. Þróað samfélag eins og Ísland á ekki opinberlega að ýta undir svona starfsemi, alveg sama hvað HS Orka og Landsnet segja. Það er mikilvægt þegar þungavigtarmenn eins og Gylfi stíga fram og segja hlutina eins og þeir eru og ekki undir rós. Vonandi munu ráðamenn leggja við hlustir og hætta að taka þátt í grátkórnum sem undanfarið hefur boðað orkuskort á Íslandi og þannig hrætt almenning að óþörfu.