- Advertisement -

Sóttvarnir, Willum Þór og Þórdís Kolbrún

„Ég er ekki að gera lítið úr álagi eða verkefnum þar innan, en við verðum þá að gera það sem gera þarf til þess að við ráðum við þau verkefni.“

Það eru breyttir tíma hjá ríkisstjórninni. Svandís Svavarsdóttir hafði bein í nefinu þegar hún barðist við Sjálfstæðisflokkinn á löngum ríkisstjórnarfundum. Hún vildi þiggja ráð og gera sem sóttvarnarlæknir lagði til.

Nú er allt gjörbreytt. Segja má að Willum Þór Þórsson hafi látið slá sig út af laginu í hvert þeirra fáu skipta sem hann hefur samþykkt frekju Sjálfstæðisflokksins frekar en að fara að ráðum okkar hæfustu vísindamanna. Það er ógott.

Bjarni Benediktsson er í fríi. Slappar af. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fer á meðan með lyklavöldin í Valhöll. Bæði hún og Bjarni hafa gefið sóttvarnarreglum fingur þegar þau voru á kenderíi. Að loknum síðasta ríkisstjórnarfundi þar sem niðurstaðan var einhver samsuða. Ekki farið að vilja Þórólfs Guðnasonar heldur var valin leið sem Þórdís Kolbrún gat sætt sig við. Þó illa. Rúv tók við hana viðtal sem var stórmerkilegt. Að venju þarf að lesa viðtalið oftar en einu sinni til að freista því að skilja hvað Þórdís Kolbrún á við.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég held það satt að segja…“

„Ég held það satt að segja vegna þess að við sögðum það alveg skýrt á þriðjudaginn að verið væri að fylgjast með stöðunni dag frá degi. Það var ákveðin auðmýkt í því að við værum ekki að lofa því að allt yrði óbreytt í þrjár vikur. En ég skil alveg fólk sem segir, heyrðu, hvað breyttist eitthvað frá þriðjudegi til miðvikudags? Kom eitthvað sérstakt upp á? Af hverju var matið allt annað? Ég skil það vel, það eru spurningar sem ég spyr sjálf en ég átta mig líka á því að við sem erum að spyrja einhverra spurninga og með einhver sjónarmið. Hvort sem okkar líkar betur eða verr þá erum við öll saman í þessu, sama hvort að er komið með ógeð af þeim frasa eða ekki, það er ekki um annað að velja. Þannig er það bara. Landspítalinn er mikilvægasta stofnunin í íslensku samfélagi. Hann er hjartað í því að við séum raunverulegt velferðarsamfélag, við viljum að hlutirnir þar fúnkeri. Ég er ekki að gera lítið úr álagi eða verkefnum þar innan, en við verðum þá að gera það sem gera þarf til þess að við ráðum við þau verkefni. Samfélagið á líka skilið að komast í eðlilegt horf, það á líka að geta gert kröfur um að bæði við í stjórnmálum, fjárveitingarvaldið, stjórnendur á spítalanum o.s.frv. að við séum saman í því að gera það sem gera þarf til að samfélagið fái að njóta vafans og komast í eðlilegt horf,“ segir Þórdís Kolbrún.

Þetta er sérstakt orðasalat verðandi formanns Sjálfstæðisflokksins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: