Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Alþingi í gærkvöld:
„Nú sér stjórnin tækifæri til að nota ástandið í pólitískum tilgangi eða eins og það var orðað, nýta þau færi sem faraldurinn hefur skapað til að hraða grænni byltingu. En hvert er langstærsta framlag Íslendinga til loftslagsmála? Það er iðnaðurinn sem við rekum hér með umhverfisvænni orku. Ef eitt álver flyttist frá Íslandi til Kína myndi losun nærri tífaldast. Þrátt fyrir það er íslensk stóriðja í uppnámi og engin merki um að ríkisstjórnin ætli að bregðast við. Vandinn er enn meiri í landbúnaði. Sótt er að greininni úr mörgum áttum og atvinnugrein sem hefur verið undirstaða byggðar á Íslandi frá landnámi er í verulegri hættu. Á sama tíma eyðir ríkisstjórnin tugum milljarða í verkefni á borð við borgarlínu og stofnanavæðingu loftslagsmála.“