Stjórnarandstæðingar, hver á eftir öðrum, skömmuðust yfir að hafa ekki fengið að vita um innihald væntanlegra samgönguáætlunarinnar. Sigurður Ingi, sem er samgönguráðherra, sagði að um væri að kenna gagnaleka. Upplýsingarnar séu enn trúnaðarmál. Hann sagði þetta óheppilegt og að lokum fór svo að hann bauðst til að mæta fyrir samgöngunefnd vegna málsins.
Ekki er vitað hvort málið sjálft hafi kallað á meira en hálfrar stundar umræðu um fundarstjórn forseta, eða hvort tilefnið hafi verið notað til að sýna meirihlutanum hvers er að vænta á nýjum þingvetri.