Stjórnmál

Sósíalistum ekki boðið í Silfrið

By Ritstjórn

May 29, 2021

Gunnar Smári:

Silfrið á sunnudag, stjórnmálaumræður án sósíalista. Það meikar auðvitað engan sens að sleppa sósíalistum. Þeir hafa mælst inn á þingi í síðustu mælingum MMR, Gallup og Maskínu og hafa haft mun meiri áhrif á samfélagsumræðuna en flestir þessara flokka, hafa í reynd verið virkasta stjórnarandstaðan allt kjörtímabilið. Það gefur því einfaldlega skakka mynd af stjórnmálaástandinu að láta sem sósíalistar séu ekki til. Og það sýnir vel óheiðarleikann á bak við þessa ákvörðun að Egill líkir sósíalistum á veggnum sínum við flokka sem hafa aldrei mælst með nokkuð fylgi (flokka Guðmundar Franklín og Jóhanns Sigmarssonar). Og fer svo að röfla um að listar sósíalista hafi ekki komið fram. Það hafa heldur ekki komið fram neinir listar hjá Sjálfstæðisflokki, Miðflokki eða Flokki fólksins. Egill og Ríkisútvarpið nugga sér ætíð upp við valdið, fólkið sem færir þeim rekstrarfé, og líta á grasrótarhreyfingar á borð við sósíalista sem boðflennur í því partíi. Það að aðeins 1/3 landsmanna beri virðingu fyrir Alþingi og stjórnmálunum sem birtast á myndinni er ekki síst þessu viðhorfi að kenna. Þetta er innilokað samtal og dautt. Sósíalistar hefðu lýst það upp.