Stjórnmál

Sósíalistar vilja ráðast að rótum spillingarinnar

By Aðsendar greinar

August 20, 2021

Níunda tilboð Sósíalistaflokksins til kjósenda vegna Alþingiskosninganna 25. september 2021 snýr að rótgróinni spillingu í samfélaginu. Spilling er raunveruleg vá. Spilling er gríðarleg ógn við hagsmuni alls almennings. Spilling er misbeiting valds í þágu sérhagsmuna. Spilling þrífst á mismunun og elur af sér mismunun. Spilling vegur að lífskjörum almennings, eykur ójöfnuð og viðheldur fátækt. Spilling bitnar mest og verst á þeim sem eru valdlausastir og minnst fá og ekkert eiga. Spilling leiðir til óréttlátrar skiptingar arðs af auðlindum sem þjóðin á og á að njóta ávinningsins af. Spilling grefur undan lýðræði, mannréttindum og réttarríkinu.Spilling leiðir til umhverfisspjalla, mengunar og ofnýtingar og sóunar náttúruauðlinda.

Markmið með framboði Sósíalistaflokk Íslands er að almenningur taki völdin af auðvaldinu, að ríkisvaldið og stofnanir þess þjóni hagsmunum almennings og að samfélagið verði byggt upp af vonum og væntingum fjöldans en ekki eftir kröfum hinna fáu. Markmið flokksins er að lýðræðisvæða atvinnulífið svo almenningur fái völd yfir fyrirtækjunum svo atvinnulífið mótist eftir hagsmunum hans en ekki þeirra sem hafa dregið upp úr þeim fé. Þessi valdatilflutningur frá hinum fáu, ríku og valdamiklu til alls almennings mun höggva að rótum spillingar.

En á leiðinni að þessu markmiði gerir Sósíalistaflokkurinn kjósendum tilboð um að vinna að eftirfarandi: