- Advertisement -

Sósíalistar vilja lækka skatta á almenning

Í tilboði Sósíalistaflokks Íslands til kjósenda vegna kosninganna í haust er lagt til umtalsverð lækkun á sköttum til almennings. Lögð er til mikil lækkun tekjuskatts á miðlungstekjur og þar undir, bann við skattlagningu á fátækt, umtalsverð hækkun persónuafsláttar, barnabóta og húsnæðisbóta og að undið verði ofan af gjaldtöku nýfrjálshyggjuáranna fyrir opinbera þjónustu og innviði.

Þetta tilboð byggir á umtalsverðri hækkun á sköttum hinna allra ríkustu, um eitt prósent þjóðarinnar. Lagður er til auðlegðarskattur til að endurheimta það sem auðugasta fólkið náði út úr sameiginlegum sjóðum á nýfrjálshyggjuárunum, að fjármagnstekjur verði skattlagðar með sama hætti og launatekjur, sett verði inn hátekjuþrep í sameiginlegan tekjuskatt og arfur skattlagður með sama hætti og aðrar tekjur, ef hann er umfram um 60 m.kr

Þá er og lagðar til varnir gegn skattsvikum til að girða fyrir misnotkun eignarhaldsfélaga til skattaundanskota, möguleikar fyrirtækja til að draga úr skattgreiðslum með óeðlilegum fjármagnskostnaði skertir, frádráttur vegna ofurlauna verði afnuminn og skattrannsóknir stórefldar á stórfyrirtækjum og auðugustu fjármagnseigendum.

Auk þessa eru í tillögum sósíalista lagt til lækkun á sköttum smærri fyrirtækja en hækkun á sköttum hinna stærri, að auðlindir verða settar undir stjórn almennings og að tekjugrunnur sveitarfélaga verði tryggur með útsvari á fjármagnstekjur og upptöku aðstöðugjalds.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nánar má lesa um tillögurnar hér:

Skattleggjum hin ríku: https://sosialistaflokkurinn.is/2021/05/22/skattleggjum-hin-riku/

Stöðvum skattaundanskot: https://sosialistaflokkurinn.is/2021/05/23/stodvum-skattaundanskot/

Auðlindir til almennings: https://sosialistaflokkurinn.is/2021/05/23/audlindirnar-til-almennings/

Tekjur svetarfélaga tryggðar: https://sosialistaflokkurinn.is/2021/05/24/tekjur-sveitarfelagana-tryggdar/

Skattalækkun til almennings: https://sosialistaflokkurinn.is/2021/05/25/skattalaekkanir-til-almennings/


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: