Sósíalistar vilja útsvar á fjármagnstekjur
Gunnar Smári skrifar:
Sósíalistar hafa lagt til að útsvar verði lagt á fjármagnstekjuskatt til að afla sveitarfélögum tekna. VG leggur til að allir sem eiga bíl verði skattlagðir. Það er komið nóg af flatri skattlagningu og gjaldtöku, kominn tími til að nýta jöfnunarhlutverk skattkerfisins; að láta þá borga mest sem eru aflögufærir en hlífa hinum sem varla komast af.