- Advertisement -

Sósíalistar stærri en Miðflokkur og Flokkur fólksins

Gunnar Smári skrifar:
Ný könnun MMR mælir miklar sveiflur í fylgi flokkanna, meiri en við höfum séð undanfarin ár. Mögulega nær könnunin að grípa sveiflu í afstöðu almennings, en mögulega mun koma í ljós í næstu könnunum að þessi könnun skeri sig úr og bendi ekki til breytinga sem eru varanlegar eða sem vinda muni upp á sig.

En hvað um það. Stóru tíðindi eru að Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 28,7% fylgi og bætir við sig þremur þingmönnum. Þessi sveifla er vel yfir skekkjumörkum. Það á einnig við niðurtúr Samfylkingar og Pírata, en þeir flokkar tapa mikið frá síðustu könnun MMR frá upphafi þessa mánaðar. Þá gerist það í fyrsta sinn í könnun MMR, og raunar í öllum könnunum, að Sósíalistaflokkurinn mælist með meira fylgi en Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Sósíalistaflokkurinn er sá flokkur sem hefur bætt lang mest við sig á kjörtímabilinu.

Í könnunum á kjörtímabilinu hefur mátt merkja tengsl milli fylgi Miðflokks og Sjálfstæðisflokks. Oftast er það svo að þegar Miðflokkurinn rís þá fellur Sjálfstæðisflokkur og öfugt. Fylgisaukningu Sjálfstæðisflokks má því kannski rekja til þess að Miðflokkurinn virðist ekki ná sér á flug.

Ef þetta yrðu niðurstöður kosninga yrði þingheimur svona (innan sviga breytingar frá síðustu kosningum, ekki eftir brettingar á þingheimi eftir flokkaflakk):

Ríkisstjórn:

  • Sjálfstæðisflokkurinn: 20 þingmenn (+4)
  • VG: 9 þingmenn (–2)
  • Framsókn: 7 þingmenn (–1)
  • Ríkisstjórn alls: 36 þingmenn (+1)

Stjórnarandstaða á þingi:

  • Samfylkingin: 7 þingmenn (engin breyting)
  • Píratar: 6 þingmenn (engin breyting)
  • Viðreisn: 6 þingmenn (+2)
  • Miðflokkurinn: 4 þingmenn (–3)
  • Flokkur fólksins: 0 þingmenn (–4)
  • Stjórnarandstaða á þingi alls: 23 þingmenn (–5)

Stjórnarandstaða utan þings:

  • Sósíalistaflokkurinn: 4 þingmenn (+4)


Samkvæmt þessu heldur ríkisstjórnin velli. Þessi niðurstaða væri eiginlega stórtap stjórnarandstöðu á þingi. Góður sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ágæt útkoma fyri ríkisstjórnina, góð útkoma fyrir Sósíalista og sæmileg fyrir Viðreisn en vond fyrir Samfylkingi, Pírata, Miðflokk og Flokk fólksins.

Flokkur fólksins er rétt undir mörkum þess að ná inn þingmönnum. Ef flokkurinn næði yfir 5% þröskuldinn myndi hann taka þingmenn af Sjálfstæðisflokki, VG og Miðflokki.

Breytingar á fylgi flokkanna frá kosningum 2017 eru þessar:

  • Sósíalistaflokkurinn: +6,0 prósentustig
  • Sjálfstæðisflokkurinn: +3,5 prósentustig
  • Viðreisn: +2,1 prósentustig
  • Píratar: +0,4 prósentustig
  • Framsókn: –0,2 prósentustig
  • Samfylkingin: –0,8 prósentustig
  • Flokkur fólksins: –2,1 prósentustig
  • VG: – 4,0 prósentustig
  • Miðflokkurinn: –5,1 prósentustig

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: