- Advertisement -

Sósíalistar og umheimurinn


Gunnar Smári skrifar:

Í tengslum við mótun utanríkisstefnu Sósíalistaflokksins verður efnt fundaraðar þar sem fjallað verður um tiltekin málefni hverju sinni. Fyrsti fundurinn verður laugardaginn 8. febrúar frá kl. 11 til kl. 15 í Dósaverksmiðjunni, Borgartúni 1. Yfirskrift hans er: Alþjóðavæðing – fullveldi – lýðræði

Á fundinum munu sérfrótt fólk ræða áhrif alþjóðavæðingar á ýmsa þætti; vinnumarkað, tekjustofna hins opinbera, lýðræðisþróun, samkeppnis-, markaðs- og einkavæðingu, sjálfsákvörðunarrétt, fullveldi og margt fleira. Á eftir erindum getur fundafólk spurt eða lagt annað til umræðunnar og fundarins.

Eins og aðrir fundir í fundaröðinni um utanríkismál, er þessi fundur liður í starfi hóps slembivalinna félaga í Sósíalistaflokknum, sem falið hefur verið að marka flokknum stefnu í utanríkismálum. Á næstu fundum verður fjallað um alþjóðastofnanir, alþjóðasamvinnu og -samstarf, umhverfis- og friðarmál og fleiri hluta utanríkismála. Þeir fundir verða kynntir sérstaklega.

Allir sósíalistar eru hvattir til að mæta og taka þátt í mótun utanríkisstefnu Sósíalistaflokksins. Fundirnir eru opnir og fólk því hvatt til að taka með sér gesti. Í hádeginu verður boðið upp á súpu, brauð, salat og húmmus gegn frjálsum framlögum (ókeypis fyrir aðra en þau sem vilja borga).


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: