- Advertisement -

Sósíalistar narta í hæla Framsóknar

Stjórnmál Sósíalistaflokkurinn er ekki nema einu prósentustigi frá Framsóknarflokki í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er hreint ótrúlegt að svo sé. Framsókn er núna með þrettán þingmenn, þar af eru fjórir ráðherrar.

Framsókn er í virkilega vondum málum. Formaðurinn er búinn að tala of mikið og of lengi. Framsókn mun, að óbreyttu, ekki koma saman til flokksþing fyrr en eftir næstu kosningar, þó ekki verði kosið aftur fyrr en að ári.

Framsókn náði ótrúlegum árangri síðast. Mest vegna vel heppnaðs slagorð: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn.“ Ómögulegt er að trúa að annað eins dugi næst þegar kosið verður. Framsókn verður að byrja á að koma saman og velja sér nýja forystu.

Sigurður Ingi er búinn að missa sjarmann sem sumt fólk taldi hann hafa. Forysta flokksins verður að gera svo vel og horfa á hver staða flokksins er nú og grípa til aðgerða. Framsókn á í forystuvanda. Að óbreyttu fer illa.

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: