- Advertisement -

Sósíalistar náðu hreinum meirihluta

Aðrir sósí­al­ist­ar í borg­ar­stjórn tóku und­ir til­lögu borg­ar­full­trúa Sósí­al­ista­flokks­ins og vísuðu því til borg­ar­ráðs til nán­ari skoðunar.

Davíð er ekki skemmt.

Það er gaman að lesa Staksteina dagsins. Víst er að þeim sem skrifaði þá var ekki skemmt: Sósí­al­ista­flokk­ur­inn stóð vörð um háskatta­stefn­una í borg­ar­stjórn í vik­unni og lagði til að borg­ar­full­trú­ar legðu fyr­ir stjórn Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga „til­lögu um álagn­ingu út­svars á fjár­magn­s­tekj­ur“.

Í til­lög­unni komu fram áhyggj­ur af því að á fjár­magn­s­tekj­ur væri ekki lagt út­svar og því þyrfti að fá Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga til að beita sér fyr­ir því að Alþingi heim­ilaði slíka skatt­heimtu.

Aðrir sósí­al­ist­ar í borg­ar­stjórn tóku und­ir til­lögu borg­ar­full­trúa Sósí­al­ista­flokks­ins og vísuðu því til borg­ar­ráðs til nán­ari skoðunar.

Áhuga­vert er að sjá að í þess­um skatta­hækk­un­ar­hópi eru ekki aðeins borg­ar­full­trú­ar yf­ir­lýstra vinstri­flokka á borð við Sam­fylk­ingu og Vinstri græna, held­ur einnig full­trúi Pírata, sem þykj­ast stund­um vera eitt­hvað annað en hefðbund­inn vinstri­flokk­ur, og full­trúi Viðreisn­ar, sem læt­ur líka stund­um eins og flokk­ur­inn sé ann­ars staðar á hinu póli­tíska lit­rófi.

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins voru á hinn bóg­inn and­víg­ir til­lög­unni og bókuðu að þeir legðust „al­farið gegn hug­mynd­um um skatta­hækk­an­ir, enda eru skatt­ar í Reykja­vík í hæstu hæðum.“

Þar kom einnig fram að komið væri „að þol­mörk­um fyr­ir­tækja og heim­ila í borg­inni hvað varðar skatta og gjöld,“ sem var fjarri því of­mælt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: