- Advertisement -

Sósíalistar í sókn, Miðflokkur og Flokkur fólksins falla af þingi

Gunnar Smári:

Þetta veldur því að ríkisstjórnin heldur velli þrátt fyrir að fá aðeins 47,9% atkvæða.

Samkvæmt Maskínu eru Miðflokkurinn og Flokkur fólksins báðir með 4,5% fylgi og ná því ekki yfir 5% þröskuldinn til að fá jöfnunarmenn. Mögulega gætu flokkarnir náð inn kjördæmakjörnum manni, en könnunin er of lítil til að hægt sé að meta það. Miðað við dreifingu fylgis þessara flokka í kosningunum 2017 er það hæpið.

Þetta veldur því að ríkisstjórnin heldur velli þrátt fyrir að fá aðeins 47,9% atkvæða. Ríkisstjórnin myndi fá 34 þingmenn en Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Sósíalistar 29 þingmenn.

Af öðrum mögulegum ríkisstjórnum má nefna hægri stjórn Sjálfstæðisflokksins með Viðreisn og Framsókn með 33 þingmenn, Reykjavíkurmótelið (Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og VG) með 33 þingmenn og mið-vinstri stjórn Framsóknar, VG, Samfylkingar, Pírata og Sósíalista með 38 þingmenn.

Ef það skýrist á næstu dögum að atkvæði greidd Miðflokki og Flokki fólksins gætu fallið dauð má vera að nokkur hreyfing verði á fylginu og ómögulegt að spá hvert það fylgi fer. Ef það fer frekar á stjórnarandstöðuna en ríkisstjórnarflokkana er ríkisstjórnin kolfallin.

En könnun Maskínu sýnir þetta fylgi (innan sviga breyting frá kosningum):

Ríkisstjórnin:

  • Sjálfstæðisflokkurinn: 23,9% (–1,3)
  • Framsókn: 11,5% (+0,8)
  • VG: 12,5% (–4,4)


Ríkisstjórnin alls: 47,9% þingmenn (–4,9)

Stjórnarandstaða I (hin svokallaða frjálslynda miðja):

  • Samfylkingin: 12,3% (+0,2)
  • Viðreisn: 11,7% (+5,0)
  • Píratar: 11,2% (+2,0)


Stjórnarandstaða I: 35,2% (+7,2)Stjórnarandstaða II (nýtt hægri)

  • Miðflokkurinn: 4,5% (–6,4)
  • Flokkur fólksins: 4,5% (–2,4)


Stjórnarandstaða II: 11,1% (–8,8)

Stjórnarandstaða III, utan þings:

  • Sósíalistaflokkurinn: 7,9% (+7,9)

Ef við deilum þingmönnum út á hefðbundinn hátt, eins og vanalega er gert út frá svona litlum könnunum, þá yrði þingheimur svona (innan sviga breyting frá núverandi þingi, þ.e. eftir flokkaflakk):

  • Sjálfstæðisflokkurinn: 17 þingmenn (+1)
  • VG: 9 þingmenn (óbreytt)
  • Samfylkingin: 8 þingmenn (óbreytt)
  • Viðreisn: 8 þingmenn (+4)
  • Píratar: 8 þingmenn (+1)
  • Framsókn: 8 þingmenn (óbreytt)
  • Sósíalistar: 5 þingmenn (+5)
  • Miðflokkurinn: Enginn þingmaður (-9)
  • Flokkur fólksins: Enginn þingmaður (-2)

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: