Fréttir

Sósíalistar í Silfrinu án þess að vera þar

By Ritstjórn

May 17, 2021

Gunnar Smári skrifar:

Aðra helgina í röð voru Sósíalistar til umfjöllunar í Silfrinu þótt enginn sósíalisti hafi verið í settinu. Þar ræddi Samfylkingarfólk og Sjálfstæðisflokksfólk um tilboð sósíalista til kjósenda og fannst þau snjöll, en heldur pópúlísk (ef ég skyldi rétt) þar sem þau fjölluðu um hagsmuni almennings. Og þetta var sagt með neikvæðum formerkjum, eins og það væri óæskilegt að stjórnmál snerust um hagsmuni almennings, alla vega þess hluta hans sem verður mest fyrir óréttlæti samfélagsins. Þetta er skrítin afstaða, ég hélt að stjórnmál í lýðræðissamfélagi ættu einmitt að snúast um hagsmuni almennings. En svo er ekki í Silfrinu; þar eru alvörustjórnmál þau sem eru nánast einkamál elítu og auðvalds. Og stjórnmál Sósíalistaflokksins afgreidd sem jaðar þótt þau fjalli um hagsmuni mikils meirihluta fólks.