Gunnar Axel Axelsson, sem var bæjarfulltrúi Samfykingarinnar í Hafnarfirði fram að kosnimngunum í síðasta mánuði tjáir sig um stöðu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og félaga hennar í Sóosíalistaflokki Íslands. Það eru yfirlýsingar þeirra um hvaða mál þau vilja styðja í borgarstjórn sem hrifu Gunnar Axel.
„Það er auðvelt að taka undir þessi stefnumál. Auðvitað þarf að útfæra ýmislegt þarna þannig að það virki en inntakið er svo spot-on að það kveikir hjá manni pólitíska von. Hef sjálfur bent á þetta t.d. með stjórn Strætó. Bæjarfulltrúar bítast um það sæti algjörlega án tillits til þess hvort þeir hafi í raun einhverja þekkingu, reynslu eða raunverulegan áhuga á viðfangsefninu. Fólk sem getur ekki hugsað sér annað en einkabílinn fyrir sig sjálft og jafnvel ekki stigið uppí strætó síðan Hafnarfjarðarstrætó var og hét en telur sig fært um að móta þjónustu almenningssamganga fyrir hina. Vonandi tekst Sönnu og nýju samstarfsfólki hennar í borgarstjórn að breyta þessu,“ skrifar Gunnar Axel Axelsson.