Gunnar Smári skrifar:
Stjórnmál Sem kunnugt er hefði Sósíalistaflokkurinn fengið þingmenn á öllum Norðurlöndunum, að Færeyjum og Grænlandi meðtöldum, fyrir þau 4,1% atkvæða sem flokkurinn fékk í kosningunum 2021. Kosningalögin sem gömlu flokkarnir settu til að vernda sig fyrir nýjum framboðum (lesist: nútímanum) svipti 8.181 kjósendur sínum þingmönnum. Nú stefnir Sósíalistaflokkurinn á þing, þarf aðeins að bæta við sig 1800 atkvæðum til að svo verði. En þótt Sósíalistar hafi ekki náð á þing hafa þeir haft meiri áhrif í samfélaginu en sumir þingflokkar, til dæmis með endurreisn Leigjendasamtakanna, stofnun Samstöðvarinnar og fleiri verka. Ímyndið ykkur hvað þessi flokkur mun gera þegar hann kemst á þing.