- Advertisement -

Sósíalistar eru flokkur launafólks

Þorvaldur Þorvaldsson tekur þátt í stofnun verkalýðsráðs innan Sósíalistaflokksins. Sem kunnugt er hefur Þorvadur veitt Alþýðufylkingunni forystu.

„Félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands, haldinn 19. janúar 2019, samþykkti að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Með samþykktinni er ítrekað það sem segir í stefnu flokksins að Sósíalistaflokkurinn sé flokkur launafólks á Íslandi.“

Þetta segir í frétt frá Sósíalistaflokknum. Á fundi flokksins í dag var samþykkt; „…hefur Sósíalistaflokkur Íslands tekið kröfugerð félagsfólks þeirra verkalýðsfélaga sem mynda Starfsgreinasambandið gagnvart stjórnvöldum og fellt inn í málefnastefnu sína.“

Vel var mætt á fundinn . Þar var samþykkt að stofna verklýðsráð innan Sósíalistaflokksins. Athygli vekur að tveir helstu forystumenn Alþýðufylkingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson formaður og Vésteinn Valgarðsson eru báðir í undirbúningshópi að verkalýðsráði Sósíalistaflokksins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í frétt frá flokknum segir: „Félagar í undirbúningshópi að stofnun verkalýðsráðs: Agnes Erna Estherardóttir, Andrea Helgadóttir, Ágúst Valves Jóhannesson, Ásdís Helga Jóhannesdóttir, Ásgrímur Jörundsson, Baldvin Björgvinsson, Birna Eik Benediktsdóttir, Daníel Örn Arnarsson, Einar M Atlason, Erna Hlín Einarsdóttir, Friðrik Boði Ólafsson, Kjartan Niemenen, Kolbrún Valvesdóttir, Reinhold Richter, Rúnar Einarsson, Sigríður Svanborgardóttir, Sigurður H. Einarsson, Vésteinn Valgarðsson og Þorvaldur Þorvaldsson.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: