„Félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands, haldinn 19. janúar 2019, samþykkti að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Með samþykktinni er ítrekað það sem segir í stefnu flokksins að Sósíalistaflokkurinn sé flokkur launafólks á Íslandi.“
Þetta segir í frétt frá Sósíalistaflokknum. Á fundi flokksins í dag var samþykkt; „…hefur Sósíalistaflokkur Íslands tekið kröfugerð félagsfólks þeirra verkalýðsfélaga sem mynda Starfsgreinasambandið gagnvart stjórnvöldum og fellt inn í málefnastefnu sína.“
Vel var mætt á fundinn . Þar var samþykkt að stofna verklýðsráð innan Sósíalistaflokksins. Athygli vekur að tveir helstu forystumenn Alþýðufylkingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson formaður og Vésteinn Valgarðsson eru báðir í undirbúningshópi að verkalýðsráði Sósíalistaflokksins.
Í frétt frá flokknum segir: „Félagar í undirbúningshópi að stofnun verkalýðsráðs: Agnes Erna Estherardóttir, Andrea Helgadóttir, Ágúst Valves Jóhannesson, Ásdís Helga Jóhannesdóttir, Ásgrímur Jörundsson, Baldvin Björgvinsson, Birna Eik Benediktsdóttir, Daníel Örn Arnarsson, Einar M Atlason, Erna Hlín Einarsdóttir, Friðrik Boði Ólafsson, Kjartan Niemenen, Kolbrún Valvesdóttir, Reinhold Richter, Rúnar Einarsson, Sigríður Svanborgardóttir, Sigurður H. Einarsson, Vésteinn Valgarðsson og Þorvaldur Þorvaldsson.“