Stjórnsýsla Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina vilja vita hversu mikið Sorpa hefur varið í lögræðinga vegna samkeppnisbrota félagsins. Sorpa tapaði málinu og var gert að borga 45 milljónir króna.
Það var Gámþjónustan hf. sem kvartaði til Samkeppniseftirlitsins 10. desember 2009 afsláttarkerfi Sorpu þ.e. að eigendur hennar, sem eru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, hefðu fengið fastan afslátt frá gjaldskrá áfrýjanda sem aðrir hafi ekki notið án tillits til umfangs viðskipta eða kostnaðar. Samkeppniseftirlitið lauk málinu í desember 2013. Í ákvörðuninni var komist að þeirri niðurstöðu að Sorpa hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína á markaði fyrir flokkun og meðhöndlun úrgangs og á markaði fyrir förgun úrgangs. Var lögð stjórnvaldssekt að fjárhæð 45.000.000 króna á Sorpu auk þess sem þeim fyrirmælum var beint til félagsins að gjaldrá verði endurskoðuð.