- Advertisement -

„Sorpa er sokkin í skuldir“

Vigdís Hauksdóttir.

„SORPA bs. er sokkin í skuldir eins og Reykjavíkurborg. Nú er verið að sækja samþykki fyrir lántökum vegna rekstraráætlunar 2021-2025 til borgarstjórnar. Um er að ræða framlengingu á yfirdráttarheimild að upphæð 1.100 m.kr. hjá Íslandsbanka hf. fram til 31. desember 2021 ásamt nýrri lántöku allt að upphæð 300 m.kr. til 10 ára. Sama uppskrift – sama fólk. Borgarstjóri og meirihlutinn í Reykjavík eiga ekki að koma nálægt fjármálum. Þau koma öllu á hausinn sem þau koma nálægt,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir Miðflokki á fundi borgarstjórnar.

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks bókuðu:

„Þrátt fyrir stórfellda hækkun gjaldskrár SORPU þarf nú enn frekari ábyrgð skattgreiðenda í Reykjavík fyrir nýjum lánum sem sýnir að reksturinn er ekki sjálfbær. Þá liggur fyrir að væntanleg fjárfesting í endurvinnslustöðvum SORPU upp á milljarða króna er ófjármögnuð. Bent er á að sorphirðugjöld hækka verulega á árinu 2021 á heimili og fyrirtæki. Ástæður þess eru mikil framúrkeyrsla hjá SORPU bs. og miklar launahækkanir hjá borginni. Dæmi eru um yfir 30% hækkanir á algengum liðum sem er algjört stílbrot þegar almennt er miðað við að gjaldskrár hækki ekki meira en um 2,4%, sbr. lífskjarasamninginn.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: