- Advertisement -

Sorpa er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins

Benedikt Jóhannesson:
Sjálf­stæðis­flokkurinn stýr­ir fimm af sex sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu og meiri­hlut­an­um sem var í Reykja­vík þegar samþykkt var að reisa verk­smiðjuna.

Stjórnmál / „Auðvitað ligg­ur ábyrgðin hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um sem stýr­ir fimm af sex sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu og meiri­hlut­an­um sem var í Reykja­vík þegar samþykkt var að reisa verk­smiðjuna,“ skrifar Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, í Moggann.

„Því miður höf­um við Íslend­ing­ar úr nógu að velja þegar flaust­urs­leg stefna leiðir til stór­út­gjalda, bæði hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um. Hafi ein­hver gleymt þeim er auðvelt að minna á nokk­ur dæmi: Bragg­inn dýri (400 millj­ón­ir), eft­ir­gjöf lend­ing­ar­gjalda til WOW (tveir millj­arðar) og ný gas- og jarðgerðar­stöð Sorpu á Álfs­nesi (5-6 millj­arðar). Er þá fátt eitt talið.

Lang­mest er talað um það sem minnst kostaði, 400 millj­óna bragg­ann (og mest um dönsk strá á 757 þúsund krón­ur). Ástæðan er sú að al­menn­ing­ur og stjórn­mála­menn eiga auðveld­ast með að skilja þær töl­ur. Ferlið við bragg­ann var síst til fyr­ir­mynd­ar, en skoðum núna Sorpuverksmiðjuna,“ skrifar Benedikt. Hann heldur áfram:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Oft er spurt hver beri ábyrgðina.

„Sorpa er rek­in af sex sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Oft er spurt hver beri ábyrgðina þegar tekn­ar eru dýr­ar ákv­arðanir sem ekki ganga upp. Í byggðasam­lög­um, þar sem stjórn­in er val­in af sveit­ar­fé­lög­un­um, finnst stjórn­mála­mönn­um svarið ein­falt: Eng­inn . Eða í versta falli hinir . Í árs­reikn­ingi 2019 get­ur póli­tísk stjórn um óvissu vegna Covid-19, en þar er ekki orð um urðunarstöðvarklúðrið.

Eng­inn markaður, flaust­urs­leg hönn­un, úr­elt tækni, millj­arða út­gjöld. Auðvitað ligg­ur ábyrgðin hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um sem stýr­ir fimm af sex sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu og meiri­hlut­an­um sem var í Reykja­vík þegar samþykkt var að reisa verk­smiðjuna.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: