- Advertisement -

„Sómi, sverð og skjöldur“

Marinó G. Njálsson:

Pælið í því hve ofurríkir fjármagnseigendur og eigendur hinna óteljandi fyrirtækja hefðu getað komið til leiða, ef þeir hefðu hugsað eins. Haraldur telst vera sómi Íslands, sverð þess og skjöldur. Nú langar mig að sjá fleiri úr hópi hinna ofurefnuðu stilla sér upp við hlið hans.

„Sómi, sverð og skjöldur“ var haft um Jón Sigurðsson frelsishetju Íslendinga, enda var hann ötull baráttumaður fyrir meiri réttindum Íslendinga og sjálfsyfirráðum, þó hvergi sé, mér vitandi, hægt að finna beina tilvísun um að hann vildi sjálfstæði frá Dönum. Hann gat sér gott orðspor með góðu verkum sínum, þó ekki væru allir sáttir í dag við hvernig hann kom fram við heitmey sína sem hann hélt í böndum á Hrafnseyri meðan hann dvaldi í Kaupmannahöfn.

Ekki er öllum það gefið, að vinna sér inn svona lof að vera kallaðir „sómi Íslands, sverð þess og skjöldur“, þó þeir haldi sjálfir á lofti ágæti sínu og brosi örugglega fallega til sín í speglinum á hverjum morgni.

Ég hef oft áður talað um auðmenn sem lágkúrulega stétt manna og kvenna, sem reyna allt sem þeir geta til að taka ekki á eðlilegan hátt þátt í kostnaði við rekstur þess þjóðfélags sem gerði þá að auðmönnum eða hefur hjálpað þeim að viðhalda auð sínum. Svo merkilegt sem það er, þá virðist „sómi“ þeirra og „snilli“ helst snúast um hvernig megi komast hjá eðlilegum og réttlátum skattgreiðslum til þessara þjóðfélaga.

Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi, skipti um mynd hjá sér á Facebook í vikunni og er núna með mynd þar sem segir „Byggjum réttlátt þjóðfélag“.

Ég hef nefnt Bill Gates og Warren Buffet, sem báðir segjast vilja greiða hærri skatta, en koma svo eignum sínum fyrir í meintum góðgerðarsjóðum til þess eins að komast hjá skattgreiðslum. Meta, Amazon, Apple, Microsoft og Alphabet eru allt dæmi um fyrirtæki sem gera allt til að sniðganga skattgreiðslur á sama tíma og þau treysta á innviði þeirra svæða og landa, þar sem þau starfa. Þau telja það hins vegar ekki skyldu sína að taka þátt í fjármögnun þessara innviða.

Nýr fréttavefur, Heimildin, hefur göngu sína á umfjöllun um tvö stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða, sem rekið hafa löngutöng framan í þjóðfélagið með tilraunum við skattasniðgöngu. Bæði hafa þau verið gerð afturreka, en ekki láta ykkur detta í hug, að ekki verði gerðar fleiri tilraunir. Í minningum dagsins hjá mér kom upp 6 ára gömul frétt um það hvernig Seðlabanki Íslands tók þátt í skattasniðgöngu og peningaþvætti fjölda „fjárfesta“ á árunum upp úr Hruni, með því að taka við peningi úr skattaskjólum, þvætta hann og greiða bónusa. Og afsökunin var: „Seðlabankinn er undanþeginn eftirliti með peningaþvætti!“ Síðan skammast Seðlabankinn sín svo mikið fyrir fortíðina, að skýrslu um þetta klúður bankans má ekki birta. Áttar sig ekki á því, að það er viðurkenning á klúðrinu.

Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi, skipti um mynd hjá sér á Facebook í vikunni og er núna með mynd þar sem segir „Byggjum réttlátt þjóðfélag“. Ég setti eftirfarandi texta sem athugasemd hjá honum:

Haraldur Þorleifsson.
Haraldur Þorleifsson er sjaldgæf undantekning á efnuðum manni, sem skilur uppruna sinn og vill styðja við samfélagið sem gerði honum kleift að efnast.

„Ég held að við höfum fjarlægst mikið markmiðin um réttlátt þjóðfélag. Það sem verra er, að við höfum sjaldan verið minna sammála um hvað telst réttlátt þjóðfélag. Stórir hópar telja að réttlæti felist í frelsi þeirra til að gera það sem þeir vilja, að mannúð og samkennd sé eitthvað sem eigi helst ekki að nota eða bara í orði á hátíðarstundum. Nokkrir einstaklingar hafa sagt það opinberlega, að þeim komi mannúð og samkennd ekkert við, nema þeir þurfa að skýla sér að baki starfsmönnum sínum eftir að hafa gert í buxurnar.

Við erum sem betur fer fleiri, sem höfum vissar hugmyndir um réttlæti, en þegar kemur að því að kjósa, þá leita of margir í sama farið, því betra er að þekkja kvalara sinn og það sem hann lætur yfir fólk ganga, en að taka áhættuna á að önnur leið færi okkur betra þjóðfélag með áherslur á velferð almennings, en ekki útgerðar, banka og forríkra fjármagnseigenda.

Fyrsta skrefið að betra þjóðfélagi er að átta sig á því hvað felst í betra þjóðfélagi. Næsta skref er að vinna þeim hugmyndum farborða. Það þriðja er að hrinda hugmyndunum í framkvæmd. Þar sem mikla líkur eru á því, að við munum aldrei komast í gegn um fyrsta skrefið, þá mun ekkert breytast og við munum halda áfram láta okkur dreyma.“

Réttlátara þjóðfélag snýst m.a. um, að allir helstu forystumenn í stjórnmálum og atvinnulífi (beggja vegna borðs) vilji öllum stundum vera sómi Íslands, sverð þess og skjöldur. Að allir séu tilbúnir að leggjast á árarnar til að koma því á þann stað sem við viljum að það sé fyrir komandi kynslóðir. Að fólk búi yfir réttsýni, mannúð og samkennd, þannig að draumur forsætisráðherra um að Ísland sé gott samfélag sem styðjur þá verst stöddu, verði að veruleika. Þannig að tilraunir til skattasniðgöngu upp á hundruð milljóna og þaðan af meira, heyri sögunni til.

Haraldur Þorleifsson er sjaldgæf undantekning á efnuðum manni, sem skilur uppruna sinn og vill styðja við samfélagið sem gerði honum kleift að efnast. Pælið í því hve ofurríkir fjármagnseigendur og eigendur hinna óteljandi fyrirtækja hefðu getað komið til leiða, ef þeir hefðu hugsað eins. Haraldur telst vera sómi Íslands, sverð þess og skjöldur. Nú langar mig að sjá fleiri úr hópi hinna ofurefnuðu stilla sér upp við hlið hans.

Greinina birti Marinó á Facebooksíðu sinni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: