- Advertisement -

Sólveig fagnar nýjum sáttasemjara

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með íslensku valdastéttinni grafa sig dýpra í nálgun valdbeitingar í garð félagsfólks í Eflingu á síðustu vikum. Meira að segja eftir algjört siðferðislegt gjaldþrot þvingana-afstöðu Aðalsteins Leifssonar skulu Samtök atvinnulífsins enn senda fulltrúa sinn í fjölmiða til að tala fyrir áframhaldandi ríkisvalds-ofbeldi gegn verkafólki og lægst launaðasta fólki landsins.

En hvað um það. Í þessu myrkri er það í mínum huga sannarlega jákvætt að settur hafi verið nýr sáttasemjari yfir deiluna og lýsi ég ánægju með Ástráð Haraldsson í það embætti. Ég mun mæta ásamt samninganefnd okkar Eflingarfélaga til samningafundar um leið og boðað verður til hans. Ég trúi því að skipun nýs sáttasemjara geti orðið upphaf að nýjum og betri kafla í þessari löngu kjaradeilu, sem hefur snúist upp í að verða deila ekki bara um kaup og kjör heldur um sjálfan samningsréttinn, okkar heilagasta rétt. Ég treysti því að hann verði framvegis virtur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: