Fréttir

Sólveig Anna fagnar niðurstöðunni

By Miðjan

April 25, 2023

Félagsfólk í Eflingu hefur samþykkt að ganga til atkvæða um úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandinu, SGS.

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifaði:

„Einróma niðurstaða félagsfundar Eflingar í kvöld: Halda skal atkvæðagreiðslu um úrsögn Eflingar úr SGS.

Efling greiðir stórfé á ári hverju, ríflega 53 milljónir á síðasta ári, til SGS en sækir þangað enga þjónustu. Þetta er ekki góð nýting á fjármunum félagsins, þeim er betur varið í að byggja upp Eflingu.

Hagsmunum Eflingar er betur borgið utan SGS og með beinni aðild að ASÍ, sem félagið mun öðlast við úrsögn úr SGS.

Stjórn, samninganefnd, trúnaðarráð Eflingar og nú félagsfundur eru samstíga og sammála í þeirri ákvörðun að nú er einfaldlega tímabært að við, félagar í Eflingu, göngum til atkvæða um úrsögn úr SGS.

Ég fagna þeirri afstöðu innilega. Áfram Efling fyrir Eflingarfólk!“