Vinnumarkaður Sólveig Anna Jónsdóttir var meðal gesta í Sonum Egils á Samstöðinni í gær. Hún var spurð hvort óformlegt samband sé á milli breiðfylkingarinnar og SA. Hún sagði svo vera og þegar hún var spurð hvort hún væri bjartsýn á að samningar muni takast fyrr en seinna, sagðist hún bjartsýn á að svo verði.
Einnig kom fram að ríkisstjórnin hefur ekki sýnt á spilin varðandi eflingu millifærslukerfanna og það mun ekki verða gert fyrr enn samningar takist um nýjan kjarasamning.