Greinar

Sólveig Anna átti að kalla ráðherrann á sinn fund

By Miðjan

January 29, 2023

Dugnaður Sólveigar Önnu Jónsdóttir er mikill. Hindranir eru settar fyrir hana, oft á dag alla daga. Hún heldur áfram þrátt fyrir allt og allt.

Hún hefur skrifað Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra og óskað eftir að hann taki á móti sér í fyrramálið.

Af hverju kallaði hún ráðherrann á sinn fund? Það átti hún að gera.

Langar að segja frá þegar ég var ritstjóri á fréttablöðum gerðist það oft að haft var samband við mig fyrir sendiherra margra þjóðlanda. Mér var þá boðið til fundar, í mat og svo framvegis. Ég spurði alltaf hvert erindið væri. Þeirri spurningu var aldrei svarað beint. Sendiherrann vildi bara hitta mig.

Ég sagði, sem var, að ég ætti ekkert órætt við sendiherrana, og sagði um leið og ég afþakkaði, að ef sendiherrann ætti erindi við mig, væri honum velkomið að koma á minn fund. Það gerðu þeir aldrei.

-sme