Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar:
Gott að heyra. Stjórn Grundarheimilanna á að sjá að sér og draga þessa ömurlegu og óverjandi uppsögn til baka. Störfin sem að þau vinna sem nú er búið að reka, mest konur, þarf að áfram að vinna. Það þarf áfram að þvo þvottinn og ræsta stofnunina. En nú á að útvista störfunum til einkafyrirtækja sem að ráða þá aðrar konur en á lægri launum og með miklu verri réttindi, t.d. styttri veikindarétt og lakari orlofsrétt. Ekkert hefur komið fram sem að réttlætir uppsagnirnar og það mun ekki gerast, því að þær eru einfaldlega óréttlætanlegar. Flott hjá bæjarstjóranum að stíga fram. Vonandi gera það fleiri.